Verðskrárnámskeið

Tvö verðskrárnámskeið fyrir húsasmiði verða haldin í nóvember, það fyrra dagana 4. og 5. nóvember og það síðara 25. og 26. nóvember. Fyrra námskeiðið verður haldið í Iðnsólanum í Hafnarfirði en það síðara í Borgartúni 30, 6.hæð. Námskeiðin hefjast á föstudegi kl. 13:00 og standa til kl. 20:00. Á laugardeginum hefjast þau kl 9:00 og standa til kl. 16:00.

Skráning fer fram hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins í síma 590 6430 eða netfang mfb@mfb.is