Sambandsstjórn lýsir yfir ánægju með störf starfsháttarnefndar sem kosin var á síðasta þingi Samiðnar og samþykkir að hún haldi áfram störfum. Sambandsstjórn telur mikilvægt að kannað verði til hlítar hvort vilji sé til þess að iðnaðarmenn sameinist í eitt samband eða landsfélag. Sambandsstjórnin felur starfsháttanefnd að taka upp viðræður við önnur sambönd og / eða félög iðnaðarmanna auk Vélstjórafélags Íslands með það að markmiði að búa til ein öflug samtök iðnaðarmanna. Starfsháttanefnd skal skila tillögum eða skýrslu til sambandsstjórnarfundar eigi síðar en í maí 2006.
Reykjavík, 18. nóvember 2005