Áhorfendagreiðsla

Þær launahækkanir sem nýverið náðist samkomulag um við SA eru ekki uppá marga fiska og verst að kyngja því óréttlæti sem samið var um við framkvæmd eingreiðslunnar. Ef starfsmaður hefur skipt um vinnu á árinu, eins og þriðjungur félagsmanna Samiðnar hefur gert, missir hann hluta launabótarinnar. Reglan er sú að starfsmaðurinn fær þá eingöngu hluta eingreiðslunnar í hlutfalli við ráðningartíma hjá nýjum atvinnurekanda. Ég held að við höfum aldrei áður náð þeirri lægð í vitleysunni að semja vísvitandi af okkur launaleiðréttingu næsta árs.

Sjá nánar í Samiðnarblaðinu