Ráðstefna um sveigjanleg starfslok

Öldrunarráð Íslands í samvinnu við Landssamband eldri borgara, BHM, BSRB, ASí, Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að ráðstefnu um sveigjanleg starfslok þann 9. febrúar næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi og hefst klukkan 13:15.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða Tryggvi Þór Herbertsson frá Hagfræðistofnun H.Í., Örn Clausen, lögfræðingur, Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur, Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri LL og Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður Alcan.