Viðræður við launanefndina árangurslausar

Viðræður Samiðnar við launanefnd sveitarfélaga hafa engan árangur borið en þær hafa staðið yfir frá því að samningar voru lausir í nóvember s.l.  Aðaláherslur Samiðnar hafa verði á samræmingu á launakjörum á milli sveitarfélaga.  Á samningafundi í dag var ekkert ákveðið um framhaldið og liggur fyrir að samninganefnd Samiðnar þarf að meta það hvort vísa þurfi deilunni til Ríkissáttasemjara.