Golfmót sumarsins

Golfmót Samiðnar verður haldið mánudaginn 5.júní (Annar í hvítasunnu) á Leirunni í Keflavík.  Ræst verður út á milli kl. 9 og 11.  Athugið að mæta tímanlega.  Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og er það opið öllum félagsmönnum Samiðnar og fjölskyldum þeirra.  Skráning rástíma hefst 29.maí í síma 5356000.

Golfmót meistara og sveina
Hið árlega golfmót félaga í Meistarafélagi húsasmiða og Trésmiðafélagi Reykjavíkur verður haldið laugardaginn 27.maí n.k. á golfvellinum Kiðjabergi.  Ræst verður út á milli kl. 10 og 11:30.  Skráningar þurfa að vera tímanlegar á Kiðjabergi eða á www.golf.is.  Mótið er höggleikur einstaklinga og sveitakeppni opið sveinum og meisturum í húsasmíði ásamt mökum þeirra.  Leiknar eru 18 holur á einum degi.  Hæsta gefin forgjöf karla er 30 en kvenna 36.  Karlar leika af gulum teigum en konur af rauðum.  Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti með og án forgjafar og makar fá fyrstu, önnur og þriðju verðlaun með forgjöf.  Dregið verður úr skorkortum viðstaddra keppenda í mótslok.  Bikar er í sveitakeppninni og nafn sveitarinnar grafið á hann.  Sveitakeppnin er án forgjafar.  Verðlaun verða veitt í mótslok.  Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasæti án forgjafar þá skulu þeir leika bráðabana.  Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í verðlaunasæti með forgjöf þá skal reikna níu síðustu holur með forgjöf.  Verði þeir enn jafnir skal reikna sex síðustu holur þá 3, 2 og 1.  Í sveitakeppninni eru 5 keppendur í hvorri sveit meðlimir í fagfélögunum.  Ef jafnt skor er hjá sveinunum skal bæta við einum manni í hvora sveit þar til útslit fást.  Styrktaraðili mótsins er Húsasmiðjan en mótið í ár er jafnframt opið golfmót Húsasmiðjunnar.