Trúnaðarmannanámskeið í október

Ákveðið hefur verið að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn Félags iðn- og tæknigreina, Félags járniðnaðarmanna og Trésmiðafélags Reykjavíkur 3. og 4., 17. og 18. og 24. október.  Þeir trúnaðarmenn félaganna sem hug hafa á að sækja námskeiðin snúi sér til Þjónustuskrifstofu iðnfélaga í síma 5356000 varðandi frekari upplýsingar og skráningu.