0.1.1 Ekki er skylt að greiða starfsmanni laun fyrir veikindadaga og/eða slysadaga, nema fyrir liggi læknisvottorð.
0.1.2 Veikist starfsmaður og geti hann af þeim sökum ekki sótt vinnu, skal hann samdægurs tilkynna það stjórnanda sínum, sem ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist. Til vara skal símavakt tilkynnt um veikindin. Læknisvottorð skal að jafnaði vera frá heimilislækni. Þó getur OR krafist vottorðs frá trúnaðarlækni. Ef læknisvottorðs er krafist skal það vera starfsmanni að kostnaðarlausu.
Eftir 6 mánaða starf 30 almanaksdagar á hverjum 12 mánuðum.
Eftir 3 ára starf 90 almanaksdagar á hverjum 12 mánuðum.
Eftir 5 ára starf 120 almanaksdagar á hverjum 12 mánuðum.
0.2.2 Starfstíma skv.ofangreindu skal meta með hliðsjón af eftirfarandi: Hætti starfsmaður heldur hann áunnum réttindum, hefji hann starf á ný, sem hér segir: Að fullu hefji hann aftur störf innan eins árs frá starfslokum, innan 3ja ára eftir 3ja mánaða starf, innan 5 ára eftir 6 mánaða starf og ef um lengri fjarverur er að ræða eftir 12 mánaða starf.
0.3.1 Í forföllum vegna veikinda, sbr. gr. 13.2.1 skal greiða starfsmanni svofelld laun; mánaðarlaun (taxtalaun skv. launatöflu), vaktaálag eftir því sem við á og yfirvinnugreiðslur. Þetta gildir þó að hámarki þann tíma sem starfsmaður hefur áunnið sér rétt til sbr. gr. 13.2.1. Við útreikning yfirvinnugreiðslna skal starfsmaður fá greitt meðaltal þeirra yfirvinnustunda sem hann fékk greiddar síðustu 12 mánaðarleg uppgjörstímabil yfirvinnu eða síðustu 12 heilu almanaksmánuðina. Hafi starfsmaður unnið skemur en 12 mánuði hjá fyrirtækinu skal við útreikning miðað við meðaltal þeirra mánaða sem liðnir eru frá ráðningu. Aðrar greiðslur en þær sem að framan greinir greiðast ekki í veikindum.
0.4.1 Starfsmenn skulu halda launum skv. gr. 13.3.1 í allt að 3 mánuði verði þeir fyrir slysi á vinnustað eða á beinni leið til vinnustaðar eða frá vinnustað til heimilis eða veikist af orsökum, er rekja má til vinnunnar, sbr. reglur varðandi atvinnusjúkdóma og sbr. lög nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum.
0.4.2 Trúnaðarlæknir skal gera tillögu um hvernig úrskurða skuli hvort um atvinnusjúkdóm sé að ræða en þar til hann hefur gert þá tillögu skulu úrskurðir um atvinnusjúkdóma vera í höndum nefndar sem skipuð er 2 fulltrúum frá hvorum samningsaðila og læknislærðum oddamanni sem aðilar koma sér saman um. Náist ekki samkomulag um oddamann skal Læknafélag Íslands beðið um að skipa hann.
0.5.1 Dagpeningar frá Tryggingastofnun ríkisins skv. atvinnuslysatryggingunni, gangi til launagreiðanda svo lengi sem hann greiðir starfsmanni laun í forföllum hans.
0.6.1 Vinnuveitandi greiðir útlagðan kostnað við læknishjálp vegna slysa sem að ofan greinir jafn lengi og starfsmaður nýtur launa.
0.7.2 Með foreldri í 13.7.1. mgr. er einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris. Starfsmaður á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðanlegar (force majeure) og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss sem krefjast tafarlausrar nærveru starfsmanns.
0.7.3 Starfsmaður á ekki rétt á launum frá atvinnurekanda í framangreindum tilfellum sbr. þó 13.7.1.