„Örugg frá upphafi“ er yfirskrift Evrópsku vinnuverndarvikunnar sem nú stendur yfir og er áherslan að þessu sinni á ungt fólk á vinnumarkaði, en Samiðn hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu í samstarfi við „Græna krossinn“, sem eru ný samtök fag- og áhugafólks um öryggis- og heilbrigðismál og stofnuð verða á næstu dögum. Samiðn mun taka að sér heimsóknir í nokkra verkmenntaskóla og ræða við nemendur um aðbúnað og öryggismál á vinnustöðum.
Sjá heimasíðu Vinnueftirlitsins.