Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun hefur heildarlaunakostnaðar í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð einungis aukist um 27,2% á síðustu fjórum árum, á meðan verslun og viðgerðarþjónusta jókst um 42,5%, iðnaður um 35,4% og samgöngur og flutningar um 36,7%, ef tekið er mið af sama tímabili. Ástæður þessa munar rekur Greiningardeild Glitnis til innflutnings á ódýru vinnuafli og þá ekki síst í kringum stóriðjuframkvæmdir.