Iðnmennt stendur fyrir Íslandsmóti iðnnema föstudaginn 23. mars n.k. í tengslum við Dag iðn- og starfsmenntunar. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið, en tilgangurinn er að auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar, bæta ímynd greinanna, kynna þær fyrir almenningi og ungu fólki og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi í iðngreinum. Íslandsmótið verður haldið í Kringlunni og er framkvæmd þess í höndum Menntar.