Viðauki vegna iðn- og starfsþjálfunarnema

 
a)     Orlofsuppbót iðn- og starfsþjálfunarnema skal nema 36,5% af orlofsuppbót skv. 4.2.3
 
b)     Desemberuppbót iðn- og starfsþjálfunarnema skal nema 52,7% af desemberuppbót skv. 1.7.3.
 
 
 
 
 
 
 
Fyrstu sex mánuðina, tveir dagar á fullum launum fyrir hvern unninn mánuð.
Eftir sex mánaða vinnu (a.m.k. 1000 stundir), einn mánuður á fullum launum.
Eftir 24 mánaða vinnu (a.m.k. 4000 stundir), einn mánuður á fullum launum og einn á dagvinnulaunum.
Námstími í skóla telst ekki til vinnu í skilningi þessarar greinar.
 
Starfsþjálfunarnemar – flutningur réttinda á námstíma
Þurfi starfsþjálfunarnemi að flytjast á milli vinnustaða (launagreiðenda) til að ná þeimmarkmiðum sem sett hafa verið um starfsþjálfun hans, skerðir það ekki rétt nemans.
Hann heldur þá áunnum rétti að frádregnum þeim dögum sem hann hefur þegar nýtt sér m.v. 12 mánaða tímabil. Sé samningi slitið af öðrum ástaeðum fellur áunninn réttur niður.
Ákvæði 6.3.3. á við eftir atvikum.
 
Flutningur réttinda að loknu námi:
Iðnnemi, sem heldur áfram störfum hjá sama vinnuveitanda að afloknu sveinsprófi, heldur áunnum réttindum, þó að lágmarki eins mánaðar veikindarétti, að frádregnum þeim dögum sem hann hefur þegar nýtt sér m.v. 12 mánaða tímabil.
Eftir eins árs starf eftir sveinspróf er veikindarétturinn einn mánuður á fullum launum og einn mánuður á dagvinnulaunum. Eftir það fer um ávinnslu skv. almennum reglum.
Fari nemi í vinnu til annars vinnuveitanda eftir sveinspróf fellur áunnin veikinda­réttur niður.
Heildarréttur á 12 mánaða tímabili: Réttur til launa vegna veikinda- og slysaforfalla er heildarréttur á 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar veikinda.
 
Vinnuslys og atvinnusjúkdómar:
Um rétt til launa í vinnuslysum og atvinnusjúkdómum, sjá gr. 8.