Finnbjörn A. Hermannsson endurkjörinn formaður Samiðnar

Á fimmta þingi Samiðnar sem lauk nú um helgina var Finnbjörn A. Hermannsson endurkjörinn formaður Samiðnar og Hilmar Harðarson kjörinn varaformaður.  Auk umfjöllunar um skipulagsmál Samiðnar  fór talsverður hluti þingsins í umræður um kjaramál og komandi kjarasamninga, auk þess sem ályktað var um velferðar- og menntamál. Þingið sátu hátt í eitt hundrað fulltrúar iðnfélaga og iðndeilda af öllu landinu.

Sjá ályktanir þingsins

Sjá stjórn Samiðnar 2007-2010