Á félagsfundum í Félagi iðn- og tæknigreina sem haldnir voru í gær, mánudaginn 25.júní, var sameining félagsins við Sveinafélag járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum samþykkt samhljóða frá og með 1.júlí að telja en áður hafði sameiningin við FIT verið samþykkt á aðalfundi Sveinafélagsins. Þetta er annað félagið innan Samiðnar sem sameinast FIT á árinu en FIT og Iðnsveinafélag Suðurnesja sameinuðust fyrr á árinu.