Horfur í aðdraganda kjarasamninga

Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ skrifar

Kjarasamningar eru senn lausir og undirbúningur undir nýja samninga er kominn á skrið. Við stöndum því á vissum tímamótum. Ef við lítum í baksýnis- spegilinn þá hefur verið mikill gangur í efnahagslífinu á liðnum árum. Við höfum búið við góðan hagvöxt en honum hefur þó fylgt ójafnvægi með hárri verðbólgu, gengissveiflum, miklum viðskiptahalla, háum vöxtum og auknum skuldum þjóðarbúsins við útlönd. En hvað er framundan?

Ný þjóðhagsspá

Við í hagdeild ASÍ sendum nýlega frá okkur spá um þróun helstu hagstærða fyrir næstu tvö árin. Spáin einkennist af mikilli óvissu; ekki liggur fyrir hvort ráðist verður í frekari stóriðjuframkvæmdir, áhrif kvóta-skerðingar eiga eftir að koma fram, erfitt er að gera sér grein fyrir gengisþróuninni næstu misserin og óvissa er um innihald komandi kjarasamninga.
Spáin byggist á ákveðnum forsendum. Þær helstu eru að hafist verði handa við byggingu álvers í Helguvík á fyrri hluta næsta árs en ekki er gert ráð fyrir frekari stóriðjuframkvæmdum á spátímabilinu. Gengið er út frá því að Seðlabankinn haldi vöxtum háum fram á mitt næsta ár en þá fari verðbólga að hjaðna og stýrivextir að lækka. Krónan verður áfram sterk en veikist nokkuð undir lok spátímans.

Þokkalegur hagvöxtur

Þrátt fyrir óvissuna er ágætlega bjart yfir þjóðhagsspánni. Hagvöxtur verður þokkalegur en dregst þó heldur saman frá því sem hann var þegar hann var mestur. Í stað hagvaxtar sem byggist á miklum fjárfest-
ingum og einkaneyslu tekur við hagvöxtur sem byggist á útflutningi. Neikvæðar hliðar spárinnar eru að atvinnuleysi eykst heldur og verðbólgan verður óásættanlega mikil mestallt spátímabilið.
Gert er ráð fyrir að fjárfestingar dragist verulega saman í ár og 2008 en aukist á ný árið 2009. Ástæða samdráttar nú er einföld, stóriðjuframkvæmdunum á Austur-landi er að ljúka og fjárfestingar tengdar þeim dragast því ört saman. En við taka nýjar fjárfestingar, gert er ráð fyrir að framkvæmdir við álver í Helguvík hefjist á næsta ári og að fjárfestingar hins opinbera stóraukist á tímabilinu.
Eins og áður er nefnt ríkir mikil óvissa um gengi krónunnar á næstu misserum. Gengi hennar ræðst af vaxtamun við útlönd og þróun á erlendum fjármála-mörkuðum frekar en af aðstæðum hér innanlands. Gert er ráð fyrir að krónan verði áfram sterk fram á mitt næsta ár en þá fari vaxtamunur við útlönd að minnka og í kjölfarið veikist krónan.
Því miður eru verðbólguhorfur ekki góðar. Gert er ráð fyrir að verðbólgan verði áfram mikil út árið og að hún muni heldur aukast á fyrri hluta næsta árs þegar áhrif af lækkun virðisaukaskatts á matvælum hverfa út úr 12 mánaða mælingum Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Síðan má búast við verðbólguskoti í kjölfar veikingar krón- unnar á seinnihluta ársins 2008. Eftir það ætti verðbólgan að hjaðna og nokkrar líkur eru á að markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu náist á miðju ári 2009.
Í töflu hér til hliðar er yfirlit yfir helstu atriði í spá Hagdeildar ASÍ:

Aðeins um kjaraþróun

Hvernig hefur okkur miðað á liðnum árum? Hverju hefur góðærið skilað? Ekki er um það deilt að kaupmáttur hefur vaxið mikið að meðaltali. En þegar tölurnar bak við meðaltölin eru skoðaðar kemur í ljós að kaupmáttur margra er að rýrna. Þannig hækkuðu laun að meðaltali um 10,8% milli áranna 2006 og 2007, þegar verð-bólgan var 7,4%. Kaupmáttur launa jókst því að meðaltali um 3,2%, sem verður að teljast harla gott. Vandinn er bara sá að um helmingur launafólks fékk enga kaupmátt-araukningu á þessu tímabili! Ójafnvægið leikur því marga grátt. Eftir því sem verðbólgan hækkar verða stærri hópar af kaupmáttaraukningunni. Þeir sem hvorki hafa notið sérstakra hækkana kjarasamn-
inga né mikils launaskriðs hafa setið eftir en hinir sem notið hafa góðs af launaskriði eru betur settir.

Komandi kjarasamningar

Í komandi kjarasamningum þurfum við að takast á við mörg úrlausnarefni. Við þurf-um að glíma við að staða einstakra at-
vinnugreina og landshluta er ójöfn. Aukin misskipting í þjóðfélaginu hefur misboðið réttlætiskennd fólks. Lægstu launin eru óásættanlega lág og kaupmáttarauki síðasta kjarasamnings hefur skipst misjafnlega milli fólks. Komandi kjarasamningar verða því líklega erfiðari en síðast.
En hvernig eigum við að nálgast næstu samninga? Að mínu viti eigum við að leggja áherslu á kaupmátt frekar en háar prósentuhækkanir. Ástæðan er einföld; stöðugleikinn skiptir okkur miklu. Í því samhengi má benda á einfalt dæmi; ef laun okkar hækka um 10% og verðbólgan er 8% á sama tíma, þá eykst kaupmátturinn um 2%. Ef við skuldum 10 milljónir í íbúðinni okkar þá hækka lánin um 800 þúsund á sama tíma. En ef launin hækka þessi í stað um 4,5% og verðbólgan er 2,5% þá er kaupmátturinn að vaxa um sömu 2% en lánin hækka „bara“ um 250 þúsund.
En hvaða áhrif hefur efnahagsum- hverfið á komandi kjarasamninga? Jú, það dregur úr þenslunni og verðmætasköpunin verður ekki eins mikil og á undanförnum árum. Ójafnvægi verður þó áfram til staðar. Verðbólan verður líklega nálægt 5% þegar við göngum til samninga og verðbólgu-horfur til skamms tíma eru ekki góðar. Vextir verða áfram mjög háir. Við þessar aðstæður getum við ekki búist við að kaupmáttur launa vaxi jafn mikið að meðaltali á komandi samningstímabili og á því síðasta. Þegar við bætist að óvissa og ójafnvægi í hagkerfinu er mikið þá verður að teljast óráðlegt að semja til jafnlangs tíma og við gerðum árið 2004. Ef samið verður til lengri tíma en árs er óvarlegt að semja án skýrra forsenduákvæða.

 
YFIRLIT YFIR SPÁ HAGDEILDAR ASÍ
 
Áætlun
Spá
Spá
Hlutfallsleg breyting 
2006
2007
2008
2009
Einkaneysla
4,4
2,1
–0,6
0,7
Samneysla
3,9
2,8
2,7
2,5
Fjármunamyndun
19,8
–16,3
–4,4
4,8
  þar af atvinnuvegir
20,0
–26,3
–12,3
5,7
  þar af húsnæ›i
17,8
8,7
0,0
–5,0
  þar af hi› opinbera
22,3
2,4
26,8
15,4
þjóðarútgjöld
9,2
–3,6
–0,8
2,1
Útflutningur
–5,1
8,8
6,5
5,3
Innflutningur
10,1
–7,5
–2,9
4,2
Verg landsframleiðsla
4,2
2,0
2,3
2,3
Verðbólga1
6,8
4,9
4,7
2,6
Atvinnuleysi 2
1,3
1,1
1,5
2,0
Stýrivextir3
11,7
13,3
12,1
8,6
1 Breyting milli ársmeðaltala, neysluverðsvísitala
2 Hlutfall af áætluðum mannafla 
3 Stýrivextir, meðaltal ársins, ný framsetning