Siðlaust framferði atvinnurekenda

Á kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem lauk í dag á Hótel Selfossi voru samþykktar ályktanir þar sem siðlausu framferði atvinnurekenda gagnvart starfsréttindum iðnaðarmanna er mótmælt.  Í blindri gróðahyggju ráða atvinnurekendur til sín ómenntað starfsfólk í störf sem krefjast 4 ára menntunar.  Þrátt fyrir að fjöldi erlendra starfsmanna sé ráðinn til fyrirtækja í byggingariðnaði á lægri launum en þekkist meðal íslenskra iðnðarmanna þá hefur nýtt íbúðarhúsnæði hækkað gríðarlega í verði á liðnum misserum.

Í ályktun um kjarmál var lögð áherla á að stöðugleiki og vaxandi kaupmáttur verði tryggður í komandi kjarasamningsviðræðum og að bilið á milli þeirra sem setið hafa eftir á kauptöxtum og þeirra sem notið hafa launaskriðs verði minnkað.

Ályktun um starfsréttindi     Ályktun um kjaramál