Samninganefnd Samiðnar hittist á fundi í gær þar sem farið var yfir áherslur komandi kjarasamningsviðræðna í ljósi nýafstaðinnar kjaramálaráðstefnu sambandsins en hagfræðingur ASÍ sat auk þess fundinn og flutti stutta tölu um ástand og horfur í efnahags- og atvinnulífinu. Að fundi loknum gengu fulltrúar Samiðnar á fund Samtaka atvinnulífsins þar sem farið var yfir helstu mál og staðan metin, en samkvæmt viðræðuáætlun munu formlegar viðræður hefjast í byrjun næstu viku og verður kröfugerð Samiðnar lögð þar fram.