FIT og Sveinafélag pípulagningarmanna sameinast

Félagsmenn Félags iðn- og tæknigreina samþykktu samhljóða sameiningu við Sveinafélag pípulagningarmanna á félagsfundi sem haldinn var í gærkvöldi.  Áður höfðu félagar í Sveinafélagi pípulagningarmanna samþykkt sameininguna mótatkvæðalaust og er því ljóst að Sveinafélag pípulagningarmanna er þriðja félagið sem sameinast FIT á árinu en Iðnsveinafélag Suðurnesja og Sveinafélag járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum sameinuðust FIT fyrr á þessu ári.  Reiknað er með að sameiningin taki gildi um áramót en við það verða félagsmenn Sveinafélags pípulagningarmanna jafnframt félagar í Samiðn.

Sjá nánar heimasíðu FIT