Á fundi samstarfsnefndar Samiðnar og Reykjavíkurborgar þann 12.nóvember s.l. var samþykkt breyting á grein 1.3.2.2 í kjarasamningi Samiðnar og Reykjavíkurborgar er varðar mat á starfsaldri. Breytingin er sú að nú telur starfstími starfsmanns í sambærilegu starfi hjá öðru sveitarfélagi eða ríki þegar meta skal starfsaldur hans við röðun í launaflokk.