Samiðn styrkir SPES

Samiðn hefur afráðið að styrkja félagið SPES í stað þess að senda jólakort til samstarfsaðila og samherja.  SPES starfar með munaðarlausum börnum í Afríkuríkinu Tógó, en Tógó er sárafátækt land þar sem þriðjungur íbúa lifir undir fátækramörkum.  Fátækt og eyðni hafa leitt til þess að fjölmörg börn fara foreldralaus á vergang án vonar um framtíð en SPES gefur þeim von með því að búa þeim heimili og kosta skólagöngu þeirra.  Um síðustu jól styrkti Samiðn Íslandsdeild Amnesty International.

Sjá heimasíðu SPES www.spes.is