Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Meistarasamband byggingamanna og er þetta þriðji kjarasamningurinn sem undirritaður er í þessari viku, en þegar er búið að undirrita kjarasamninga við Bílgreinasambandið og Samband garðyrkjubænda auk samningsins við Samtök atvinnulífsins sem undirritaður var 16.feb. sl.. Gildistími samningsins er frá 1.febrúar.