Unnið að frágangi stofnanasamninga

Kjarasamningar Samiðnar við ríkið, Orkuveitu Reykjavíkur og Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis hafa nú allir verið samþykktir í atkvæðagreiðslum og er nú einungis unnið að frágangi stofnanasamninga við þær ríkisstofnanir sem félagsmenn aðildarfélaga Samiðnar starfa hjá.  Sú vinna gengur vel og má áætla að gengið verði frá þeim samningum í næstu viku.  Er þá kjarasamningsgerð á almenna markaðnum og við ríkið lokið, en á hausti komanda hefjast viðræður að nýju og þá við sveitarfélögin.