Miðstjórn Samiðnar mun funda á Ísafirði dagana 11. og 12. september til undirbúnings starfinu í vetur en ljóst er að málefni kjarasamninganna og endurskoðun þeirra verður efst á baugi á fundinum. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans og fyrrum hagfræðingur ASÍ, flytja erindi og fara yfir stöðuna í efnahagsmálunum og horfurnar framundan. Einnig mun miðstjórn stilla saman strengina fyrir ársfund ASÍ í október n.k. auk þess sem umsókn Verkalýðsfélags Þórshafnar um aðild að Samiðn verður afgreidd.