Aðilar námssamnings geta slitið honum:
a. Ef nemi vanrækir nám sitt.
b. Ef nemi hefur að áliti læknis ekki heilsu til að stunda iðnina.
c. Ef meistari eða iðnfyrirtæki brýtur samningsskildur sínar.
d. Ef meistari eða iðnfyrirtæki verður gjaldþrota eða hættir að reka iðn sílna af öðrum ástæðum.
Ef svo er ástatt sem greinir í starfaliðum a og c en meistari eða nemi slíta ekki námsamningi getur umsjónaraðili vinnustaðanáms slitið samningi að undangenginni rannsókn.
Aðilum er heimilt að slíta námsamningi ef þeir koma sér saman um það. Þegar námsamningi er slitið skal það jafnan tilkynnt umsjónaraðila vinnustaðanáms. Uppsagnarfrestur samnings í slíkum tilfellum skal alla jafna vera einn mánuður.
Sé námsamningi slitið eftir að þriggja mánaða reynslutími er liðinn skal umsjónaraðili vinnustaðanáms skrá ástæðu samningsslitanna. Óski aðili einhliða riftunar námsamnings þegar reynslutími er liðinn skal það gert skriflega og mótaðila gefinn kostur á að tjá sig um riftunarbeiðnina. Uppsagnarfrestur samnings í slíkum tilfellum er alla jafna einn mánuður.
Ágreiningi sem rís vegna ákvörðunar eða úrskurðar umsjónaraðila vinnustaðanáms vegna samningsslita, skal vísa til menntamálaráðherra.
Reglur um námstíma
Upphafsdagsetning námsamnings skal miðast við þann tíma sem nemi byrjaði í sérnámi bíliðna. Meðallengd náms er þrjú og hálft ár.
Hver önn í skóla skv. námskrá reiknast 4,5 mánuðir og hver önn í vinnustaðanámi sem 24 vinnuvikur.
Starf áður en námsamningur var gerður er ekki metinn til stytttingar á námstíma.
Hafi nemi stundað nám hjá öðrum meistaa í sömu iðngrein en slitið námsamningi við hann skal sá tími er hann vann hjá honum dragast frá fullum námstíma hjá hinum síðari.