Störf í Noregi – kynningarfundur

Norska ráðningarfyritækið Jobbia hefur sett sig í samband við Samiðn með það fyrir augum að bjóða Íslendingum störf í Noregi.  Fulltrúar fyrirtækisins munu halda kynningarfund í húsnæði Samiðnar að Borgartúni 30 n.k. fimmtudag 20.nóvember kl. 16 og eru allir þeir sem áhuga hafa boðnir velkomnir á fundinn.  Þeir sem ekki komast geta sett sig í samband við Sigmund Signarsson í Þórshöfn í Færeyjum í síma 00298233600 eða með tölvupósti ss@jobbia.no

Eyðublað til að skrá náms- og starfsferil má sækja hér.

Þá má geta þess að Vinnumálastofnn og EURES-samevrópska vinnumiðlunin munu standa fyrir Evrópskri starfakynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn 21.nóv. kl. 17-21 og laugardaginn 22.nóv. kl. 12-18. 

Sjá heimasíðu Vinnumálastofnunar