Sambandsstjórn Samiðnar ályktaði á fundi sínum í gær að samhliða frestun á endurskoðun launaliðar kjarasamninga, komi til endurskoðun á launum og hlunnindum forstjóra og stjórnenda fyrirtækja. Að mati fundarins er það skýlaus krafa að þessir aðilar, sem sumir búa við margfalt betri launakjör en starfsmenn fyrirtækjanna, taki einnig á sig skerðingar í launum og hlunnindum. Eitt skal yfir alla ganga.