Miðstjórnarfundur vegna stöðunnar í kjaraviðræðunum

Miðstjórn Samiðnar og fulltrúar þeirra aðildarfélaga sem ekki eiga fulltrúa í miðstjórn hafa verið boðaðir til fundar á morgun þriðjudag vegna stöðunnar í viðræðum um kjaramálin og stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar.  Fundurinn hefst kl. 11 en ASÍ hefur boðað til formannafundar kl. 15 á morgun.