Vinnuverndarvikan 2009

Í tengslum við Vinnuverndarviku Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar verður haldin ráðstefna á Grand Hótel þriðjudaginn 20.október undir yfirskriftinni „Áhættumat fyrir alla“  (sjá nánar um ráðstefnuna).

Í vinnuverndarátakinu er sjónum beint að mikilvægi þess að gert sé áhættumat fyrir alla vinnustaði. Engin vinnustaður er í raun undanskilinn. Áhættumatið á að styrkja vinnuverndarstarfið innan fyrirtækjanna með skýrri ábyrgð og virkni atvinnurekenda, stjórnenda og kerfisbundinni þátttöku starfsmannanna sjálfra með hjálp öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða.