Ársfundur ASÍ 2009 verður haldinn á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut dagna 22. og 23. október. Yfirskrift fundarins verður Byggjum réttlátt þjóðfélag þar sem áherslan verður á hag heimilanna, efnahags- og kjaramál og atvinnumál og samfélagslega ábyrgð.
Samiðn býður ársfundarfulltrúum sínum til hádegisverðar á fimmtudeginum í Borgartúni 30.
Allar upplýsingar og umræðuskjöl ársfundarins má nálgast hér.