Vinnustaðaskírteini gegn félagslegum undirboðum

Frá og með 15.ágúst n.k. ber öllum launagreiðendum að sjá til þess að starfsmenn beri vinnustaðaskírteini en þá tekur gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaeftirlit sem hefur það megin markmið að launagreiðendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum.  Skírteinunum er þannig ætlað að auðvelda efitirlit með því að starfsmenn njóti þeirra kjara sem þeim ber og koma í veg fyrir félagsleg undirboð.  Eftirlitsfulltrúa samtaka aðila vinnumarkaðarins er heimilt samkvæmt samkomulaginu að heimsækja vinnustaði og ganga úr skugga um að starfsemin sé í samræmi við gildandi reglur og ber launagreiðanda og starfsmönnum hans að framvísa vinnustaðaskírteinum sé þess óskað af eftirlitsfulltrúa. Opnaður hefur verið sérstakur vefur www.skirteini.is þar sem finna má upplýsingar um framkvæmdina og leiðbeiningar um gerð skírteina.

Sjá nánar vef ASÍ.