Kaupmátturinn svipaður og árið 2003

Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að kaupmáttur launa nú sé svipaður og hann var árið 2003 og hafi rýrnað um 10,8% sé miðað við janúar árið 2008 þegar hann var mestur.  Samkvæmt Morgunkornshöfundum hefur kreppan því þurrkað upp alla kaupmáttaraukninguna sem átti sér stað á tímabilinu 2004-2008 en nú sé hafin hægfara þróun til aukningar kaupmáttar samhliða hjöðnun verðbólgunnar.

Sjá Morgunkorn Íslandsbanka