Kjarasamningsviðræður hafnar

Formlegar kjarasamningsviðræður við Samtök atvinnulífsin eru hafnar en fyrsti viðræðufundur var haldinn þriðjudaginn 21. desember s.l.  Fundurinn  var sameiginlegur með iðnaðarmannasamfélaginu en fyrir liggur að iðnaðarmannafélögin munu hafa samstarf í viðræðunum og voru  fulltrúar á fundinum frá Samiðn, RSÍ, FBM, Matvís og VM.  Fundurinn hófst með því að SA voru kynntar sameiginlegar kröfur er lúta að vinnumarkaðsmálum, iðnlöggjafinni og launalið kjarasamninga.  SA kynnti einnig sjónarmið samtakanna hvað varðar aðferðafræðina og áherslur sem beinast helst að umhverfi atvinnulífsins og hvernig efla megi fjárfestingar að nýju.

Ákveðið var að setja á laggirnar starfshópa strax eftir áramót til að skoða vinnumarkaðsmál og málefni sem snúa að iðnlöggjöfinni.  Þá var ákveðið að samninganefndirnar hittist aftur strax eftir áramótin.

Varðandi aðra kjarasamninga þá er gert ráð fyrir fundum í fyrstu og annarri viku janúar.