Á aðalfundi Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri sem haldinn var laugardaginn 26.feb. s.l. var samþykkt að veita Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fjárstuðning að upphæð kr. 1.000.000 til tækjakaupa í tilefni af því að félagið á 70 ára afmæli á þessu ári. Á fundinum voru jafnframt samþykktar ályktanir um stóriðju í Þingeyjarsýslum, varað við hugmyndum um að flytja Reykjavíkurflugvöll og hvatt til þess að forval vegna Vaðlaheiðarganga verði hafið sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist í sumar.