Undanfarna daga hefur þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave haft æmeiri áhrif á framvindu kjaraviðræðnanna og er óljóst hvernig mál munu standa eftir helgi. Þó er nokkrum málum lokið sem snúa að SA og ríkinu en viðræðum um launaliðinn er enn ólokið. Tilboð SA um launahækkanir er heldur rýrt boð miðað við samningstímann og svo er atvinnumálapakkinn frá ríkisstjórninni ekki til þess fallinn að langþráður viðsnúningur náist í efnahagslífinu. Ljóst er að ef þessi staða breytist ekki á næstu dögum þá mun krafan um skammtímasamning upp á nokkra mánuði fá byr undir báða vængi. Það er ekki síst vegna þess að einhvern tíma mun taka hjá ríkisstjórninni að vinna úr niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og ef samningurinn verður felldur þá mun sú vinna væntanlega taka lengri tíma. Spurning er því hvort forsendur fyrir langtímasamningi séu brostnar og þráðurinn verði tekinn upp haust með langtíma samning í huga. Miðað við þetta eru líkur á að í næstu viku ráðist hvort samningarnir verði til lengri- eða skemri tíma.