Nýr kjarasamningur undirritaður í dag?

Nokkuð góður gangur er í samningaviðræðum Samiðnar og SA og tókst í gærkvöldi að ganga frá nokkrum mikilvægum málum.   Eftir standa þó viðræður um launaliðinn og hefst samningafundur kl. 10 í dag hjá ríkissáttasemjara og verður áherslan þá á lagfæringu lágmarkslauna en búið er að ganga frá almennum breytingum á launum.  Ef ekkert sérstakt kemur upp á má búast við undirskrift nýs kjarasamnings síðar í dag eða í kvöld.  Fyrir dyrum liggur svo endurnýjun kjarasamninga við ríkið, Reykjavíkurborg, sveitafélögin, Meistarasamband byggingamanna, Bílgreinasambandið auk ýmissa sérsamninga.