Atvinnulausir í Fagfélaginu 60 ára og eldri – nýráðningar í formi verktöku

Af tæplega 150 félagsmönnum Fagfélagsins sem eru skráðir sem atvinnuleitendur eru flestir eldri en 60 ára og stór hópur félagsmanna hefur flutt af landi brott eða stundar tímabundna vinnu í nágrannalöndunum.  Þá eru flestar nýráðningar sem vitað er um að undanförnu í formi verktöku eða undirverktöku.  Þetta kom fram í máli Finnbjörns A. Hermannssonar formanns Fagfélagsins og Samiðnar á fundi í trúnaðarráði félagsins fyrir skömmu.  Sérstakur gestur fundarins var Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ.

Sjá nánar.