Af tæplega 150 félagsmönnum Fagfélagsins sem eru skráðir sem atvinnuleitendur eru flestir eldri en 60 ára og stór hópur félagsmanna hefur flutt af landi brott eða stundar tímabundna vinnu í nágrannalöndunum. Þá eru flestar nýráðningar sem vitað er um að undanförnu í formi verktöku eða undirverktöku. Þetta kom fram í máli Finnbjörns A. Hermannssonar formanns Fagfélagsins og Samiðnar á fundi í trúnaðarráði félagsins fyrir skömmu. Sérstakur gestur fundarins var Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ.