Í nýútkomnu Fréttabréfi FIT vekur formaður félagsins Hilmar Harðarson athygli á stöðu vinnustaðanáms og starfsþjálfunar í ljósi aukinna fjárframlaga hins opinbera til málaflokksins á grundvelli nýrrar reglugerðar um Vinnustaðanámssjóð sem veitir styrki til fyrirtækja og stofnana til að taka að sér nema í starfsþjálfun. Lengi hefur verið þrýst á stjórnvöld að standa við gefin fyrirheit í þessum málaflokki og svo virðist sem loks rofi til því þessi lausn tryggði 174 nemendum úr ýmsum greinum starfsþjálfun á vinnustað nú í haust.