Íslandsmót iðn- og verkgreina

Hið árlega Íslandsmót iðn- og verkgreina verður sett föstudaginn 9 mars kl. 9:30 og lýkur laugardaginn 10. mars 16. Katrín Jakobsdóttir menningar- og menntamálaráðherra setur Íslandsmótið og Menntadag iðnaðarins kl. 13 föstudaginn 9. mars í Sólinni í HR. 
Keppnin í ár er sú stærsta til þessa og verður fjölbreytt og skemmtileg en um 170 manns etja kappi í 24 iðn- og verkgreinum, svo sem grafískri miðlun, byggingagreinum, bílgreinum, matreiðslu, framreiðslu, hársnyrtingu, pípulögnum o.fl.  Þátttakendur á Íslandsmótinu eru nemendur í iðn- og verkgreinaskólum landsins og þeir sem nýlega hafa lokið námi. Aldurstakmark þátttakenda miðast við þá sem verða 21 á árinu en gerðar eru undanþágur í nokkrum greinum.  Íslandsmótið veitir ungu fólki tækifæri til sýna fram á færni sína og kunnáttu í iðn- og verkgreinunum. Tekist er á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. Dómarar fara yfir verkefnin að lokinni keppni, meta gæðin og velja þá sem skara fram úr í hverri grein. Skólarnir hafa þegar valið sitt besta fólk í keppnina.  Keppninni er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á iðn- og verkgreinum og þeim tækifærum sem felast í námi og störfum í iðngreinum – ekki síst ungu fólki á grunnskólaaldri. Grunnskólanemendum í 9. og 10. bekkjum landsins er því boðið sérstaklega og hafa um 1650 nemendur og kennarar grunnskólanna boðað komu sína.

Sjá nánar.

islandsmot