Starfsfólk Þjónustuskrifstofu iðnfélaga sat nú í morgun skyndihjálpar-námskeið á vegum Rauða krossins en fulltrúi samtakanna kom í heimsókn og kynnti helstu viðbrögð ef slys eða bráð veikindi ber að höndum. Ljóst er að þó margir höfðu setið viðlíka námskeið á árum áður þá hefur margt breyst í áherslum skyndihjálpar og full ástæða til að mæla með að vinnustaðir bjóði upp á skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk. Sjá vef RKÍ