Ríkissáttasemjari í samstarfi við helstu samtök og stéttarfélög á vinnumarkaði stóð í gær fyrir fræðslufundi um ferli kjarasamningsviðræðna og umgjörð kjarasamninga. Fjölmenni var á fundinum en sérfræðingur í samningatækni frá Harvard fór yfir helstu atriði samningagerðar og fulltrúar aðila vinnumarkaðarins á hinum Norðurlöndunum fluttu erindi. Síðari hluti fundarins verður n.k. mánudag.