Minni verðbólga og hægir á kaupmáttaraukningu

Þessi lítilsháttar hækkun VNV nú í desember er sú minnsta í desembermánuði síðan um síðustu aldamót, en frá þeim tíma hefur vísitalan að jafnaði hækkað um rúm 0,4% í mánuðinum.  Það sem kemur mest á óvart í mælingu Hagstofunnar að þessu sinni er óvænt lækkun á flugfargjöldum til útlanda í jólamánuðinum.  Þannig lækka flugfargjöld til útlanda um 3,7% á milli nóvember og desember, (vísitöluáhrif -0,06%), sem er algjörlega úr takti við það sem þessi liður hefur gert í desember síðustu ár.

Hægir skarpt á kaupmáttaraukningu
Kaupmáttur launa dróst saman um 0,1% í nóvember frá fyrri mánuði.  Undanfarna tólf mánuði hefur kaupmáttur launa aukist um aðeins 0,4%.  Ljóst er að verðbólgan er komin langt með að éta upp þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur af tæplega 8% kjarasamningsbundinni hækkun launa frá því í júní í fyrra.

Sjá nánar í Morgunkorni Íslandsbanka