Laun iðnaðarmanna á síðasta ári

Í nýútkomnum Hagtíðindum Hagstofu Íslands kemur fram að regluleg laun karlkyns iðnaðarmanna voru 418 þúsund krónur að meðaltali árið 2013 og miðgildið 389 þúsund krónur.  Meðalatal reglulegra launa kvenna var 370 þúsund krónur og miðgildið 354 þúsund en rétt er að hafa í huga að fáar konur tilheyra starfsstéttinni.  Regluleg laun er laun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um dagvinnu er að ræða eða vaktavinnu. Heildarlaun fullvinnandi iðnaðarmanna voru 581 þúsund krónur að meðaltali á mánuði og miðgildið 555 þúsund.  Heildarlaun kvenna voru 436 þúsund krónur og miðgildið 409 þúsund krónur. Heildarlaun eru öll laun auk ýmissa óreglulegra greiðslna einstaklings s.s. orlofs- og desemberuppbætur.
Til samanburðar má geta þess að regluleg laun ófaglærðra karla voru 321 þúsund að meðaltali og miðgildið 302 þúsund krónur.  Heildarlaun þeirra voru 447 þúsund krónur og miðgildið 436 þúsund krónur .
Regluleg laun iðnaðarmanna eru tæplega 100 þúsund krónum hærri en hjá ófaglærðum og heildarlaunin rúmlega 100 þúsund krónum hærri.
Sé tekin samanburður við sérfræðinga voru heildarlaun þeirra 754 þúsund krónur og miðgildið 697 þúsund krónur.  Flestir voru með laun á bilinu 650-700 þúsund eða 70 til 120 þúsund krónum hærri en heildarlaun iðnaðarmanna.