Sambandsstjórn Samiðnar hefur verið kölluð til fundar föstudaginn 26. september til undirbúnings komandi kjarasamningsviðræðum en megin verkefni fundarins er afgreiðsla á sérkröfum Samiðnar. Fundurinn verður haldinn í húsnæði sambandsins að Borgartúni 30 og hefst kl. 10:30.
Dagskrá:
1. Formaður Samiðnar Hilmar Harðarson setur fundinn
2. Efnahagslegar forsendur stöðugleika í íslensku hagkerfi og vaxandi kaupmætti næstu 3 árin. Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnunefndar.
3. Kynning á málefnum þings ASÍ sem haldið verður 22.-24. október. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
Hádegishlé
4. Hvernig hefur tekist að ná fram markmiðum núverandi kjarasamninga? Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar
5. Kynning á sérkröfum Samiðnar. Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar
6. Umræður og afgreiðsla
7. Kosning samninganefndar Samiðnar
8. Önnur mál