Fjölskylduaðstoð Rauða krossins hlýtur jólastyrk Samiðnar að þessu sinni en sá háttur hefur verið hafður undanfarin ár að veita velgjörðafélagi fjárstuðning í stað þess að senda samstarfsaðilum jólakort. Á meðfylgjandi mynd má sjá Hilmar Harðarson, formann Samiðnar, afhenta fulltrúa Rauða krossins styrkinn.