Hagfellt ár fyrir lífeyrissjóðina

Árið 2014 er lífeyrissjóðum hagfellt. Gunnar Baldvinsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifar í áramótagrein í nýútkominni Vefflugu, að flest bendi til þess að ávöxtun sjóðanna verði góð og nokkuð yfir 3,5% langtímaviðmiði um ávöxtun.
Orðrétt skrifar hann: „Lág verðbólga er góð frétt fyrir lífeyrissjóðina þar sem skuldbindingar þeirra eru verðtryggðar. Hagstæð ávöxtun og lág verðbólga valda því að eignir aukast meira en skuldbindingar og staða lífeyrissjóða mun batna sem því nemur.“

Hér má sjá greinina í heild en Landssamtök lífeyrissjóða gefa út Veffluguna.