Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina og Samiðnar, segir í leiðara nýjasta fréttabréfs FIT að rétta þurfi hlut iðnaðarmanna í komandi kjarasamningsviðræðum. Í kjarakönnun sem FIT lét framkvæma meðal félagsmanna og birt er í blaðinu, segjast um 70% klárir í aðgerðir náist ekki samningar.