Kostnaðarmat á kröfugerð iðnaðarmanna 23,2%

Kostnaðarmat vegna sameiginlegra krafna iðnaðarmanna sem lagðar voru fram í dag þar sem gert er ráð fyrir að byrjunarlaun verði kr. 381.326 og almenn hækkun 20%, er að heildarkostnaðaráhrifin verði 23,2%.  Lægstu kauptaxtar munu hækka meira eða um allt að 37% en kostnaðaráhrifin af þeirri breytingu eru rúm 3% af heildarkostnaðaráhrifunum þar sem verið er að færa kauptaxta nær raunlaunum á markaði.