Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins 1. maí verða með hefðbundnum hætti um land allt með tilheyrandi kröfugöngum, útifundum og kaffisamsætum stéttarfélaganna. Hátíðarhöldin í Reykjavík hefjast kl. 13:30 með kröfugöngu frá Hlemmi að Ingólfstorgi þar sem haldinn verður útifundur og að honum loknum bjóða stéttarfölögin í 1. maí kaffi. Byggiðn og FIT bjóða félagsmönnum sínum á Grand hótel við Sigtún (Gullteigur). Þess má geta að einn af ræðumönnum dagsins á Ingólfstorgi verður Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar.