Haustbæklingur Iðunnar fræðsluseturs er nú kominn út og má þar finna fjölda námskeiða og viðburða sem ætluð eru iðnaðarmönnum. Ástæða er til að hvetja félagsmenn til að kynna sér námskeiðin en um er að ræða bæði fagleg námskeið sem og námskeið almenns eðlis.