Áætlunin gekk ekki alveg eftir

Í síðasta pistli kom fram að vonir stæðu til að þessi vika myndi skila nýjum kjarasamningi á opinbera markaðnum en raunin er að kl. 13:30 í dag (föstudag) hefur ekki tekist að landa neinum kjarasamningi. Hins vegar er samningur við ríkið í burðarliðnum, örfá atriði standa út af en stóru málin eru komin í höfn svo ekki þarf mikið til að samningar takist. Varðandi kjarasamning Samiðnar og sveitarfélaganna þá hefur lítið gerst en þó eru aðilar farnir að máta sig varðandi Reykjavíkurborg.
Engar viðræður hafa verið á milli Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Samiðnar en þær fréttir berast að slitnað hafi upp úr viðræðum SGS og þeirra. Takist að ljúka þeim samningum verður í framhaldinu gerð tilraun til að ljúka samningum við stofnanir tengdum sveitarfélögunum.
Vinnulag Samiðnar er að reyna að ljúka samningum við ríkið og Reykjavíkurborg fyrst og snúa okkur svo að SÍS í framhaldinu.
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning OR-ON stendur yfir en henni lýkur kl. 12:00 n.k. mánudag.
Við munum birta fréttir á heimasíðunni ef eitthvað gerist en viðræðunefndir Samiðnar, RSÍ og ríkisins munu hittast aftur kl. 14 í dag (föstudag).